Translate

Thursday, May 22, 2014

Líkamsræktin

Þann 30. janúar reif ég mig upp úr sófanum og fór í fyrirframpantaðan tíma hjá þjálfara í Heilsuborg.  Nú ætlaði ég að byrja aftur ( eftir langt hlé ) og gera þetta almennilega.  Ég hafði markmið, mig langaði að komast í gott form fyrir sumarfrí fjölskyldunnar :)  Ég var að nálgast yfirvigtina og það var eitthvað sem ég ætlaði að stoppa strax. Matarræðið var tekið i gegn og áætluð hreyfing var 3x í viku.  Ég fékk fínt prógram og byrjaði.  Fyrst byrjaði ég að ganga í upphituninni en það hentaði mér ekki þar sem ég þarf að fá mér innlegg og það verður að bíða til betri tíma.  Ég fann hinsvegar hjólið og veiiii það fannst mér skemmtilegt.  Fyrst var þetta 5-10 min upphitun en svo fór allt í einu að koma metnaður sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti til.  Ég fór að vilja ná næsta tug minútna eða klára ákv. marga km.  Seinustu 2 mánuði hef ég hjólað 10 + km og farið í tækin.
Svo byrjaði ég í byrjun maí að æfa mig í að gera armbeygjur og planka.  Gerði reyndar ekkert af því meðan ég var í Póllandi en byrjaði strax aftur eftir að ég kom heim og er orðin ágæt í þessu. Næ að halda mér í planka í 2 mín og kemst í 3x10-15 armbeygjur í dag.  Markmiðið er auðvitað að verða betri.
Ég er ekki einungis að þessu fyrir sjálfa mig heldur líka til að vera góð fyrirmynd fyrir strákana mína sem eru algjörir orkuboltar.  Ég var algjört sófadýr sem elskaði að sitja, prjóna og horfa á þætti , marga þætti. Kókflaskan var föst við hendina á mér en var algjör sykurgrís en að öðru leyti borðaði ég nokkuð hollt. Hinsvegar fann ég það alveg að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum þótt kg voru ekkert allt of mörg.  -Vefjagigtin min var mjög slæm og líkaminn ekki í góðum málum.   
Eftir að ég breytti matarræðinu mínu og farin að hreyfa mig ( 5x í viku ) þá líður mér rosalega vel. Ég hef ekki drukkið Kók frá því um miðjan Janúar og fæ mér eiginlega aldrei brauð ( nema þegar ég er í heimsókn annarsstaðar og ekkert annað í boði). Fæ mér hollan boost á morgnanna í morgunmat, passa mig að fá nóg af próteini bæði frá dýra og jurtaríkinu. Drekk nóg af vatni og tek vítamín á hverjum degi og passa að fá góðar fitur daglega. Reyni að sneiða hjá unnum matvörum og pizza er dálítið spari þessa dagana.  Ég er farin að sjá vöðva sem ég vissi ekki að ég hefði hehe og er orðin mun sterkari og styrkari en ég var. Gigtin er enn til staðar en ég get meir en ég gat og meira til í að gera hluti heldur en ég var.   Ég vona að strákarnir minir sjá þetta og við pabbi þeirra ( sem er líka mjög virkur i crossfitt og á hjóli ) fáum þá til að fá það viðhorf að hreyfing er eðlilegur hlutur af daglegri rútínu.
Jæja þá er ég búin að segja opinberlega frá þessu og þá er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að halda áfram haha.  
Sjáumst í ræktinni.

1 comment:

  1. Anonymous23 May, 2014

    Harkan í þér :) frábær hvatning að lesa um fólk sem nær að rífa sig uppúr sófanum - haltu áfram :)
    kv. Halla
    ps kíki oft á bloggið þitt en er lélegur kvittari ;)

    ReplyDelete