Translate

Friday, January 4, 2013

Dagur 1 í áramótaheiti 1

Ég setti mér nokkur áramótaheiti og tvo af þeim snerta heilsuna beint.  Annað þeirra er að vera duglegri að elda kvöldmat og borða reglulega yfir daginn ( stundum hreinlega gleymi ég að borða og fatta það seint og síðarmeir að ég hafi ekki borðað neitt allan daginn nema kannski morgunmat ).

Í gær var ég að skoða eitt af uppáhalds íslensku matarbloggunum og sá þar fiskrétt sem ég ákvað að prófa.  Ég hef alltaf verið mjög ódugleg við að elda fisk og yfirleitt látið Kidda um þá eldamennsku en nú skal vera breyting á.  Ég ætla að elda 3-4 sinnum í viku góðan fisk eða kjúklingarétti, borða hollt og reglulega.

Hérna má sjá matarbloggið þar sem ég fann fiskuppskriftina.  Hún heitir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og hún setur inn reglulega inn matar og baksturuppskriftir.  Hérna er hennar fiskuppskrift.

Þar sem ég átti ekki allt sem var i upprunalegu uppskriftinni breytti ég henni og aðlagaði hana að ísskápnum okkar hehe.

Upprunalega uppskriftin.
Fyrir ca. 4
1x Stórt epli
1/4 x Brokkólíhaus
1/2 Rauðlaukur
1 x Rauð paprika
3 x Stórar gulrætur
4 x Ýsubitar (stórir bitar)
3/4 x dós, philadelphia light rjómaostur
2 - 3 msk. Karrí (ég notaði aðeins meira til þess að fá fallegan gulan lit og meiri bragð) Smekksatriði.
Salt og pipar
Ooog rifinn ostur.
Min Uppskrift
4 stórir sveppir
Blaðlaukur
1 rauð papirkka
3 gulrætur
750 g ýsa
3/4 dós , philadelphia rjómaostur papriku og steinselju kryddaður
2-4 msk karrí
salt og pipar
rifinn ostur
smá vatn
  1. Snöggsteikja grænmetið
  2. Krydda með karrí, salt og pipar
  3. Setja rjómaostinn út í grænmetið
  4. Smávegis af vatni
  5. Skera ýsuna í bita og setja ofan i eldfast mót
  6. Hella grænmetisblöndunni yfir fiskinn
  7. Rifinn ost yfir
  8. Inn i ofn í ca 30 mín við 190°C
Borið fram með hrísgrjónum og ég hefði haft salat með ef það hefði verið til.
Nú er að leggjast í matreiðslubækurnar og bloggin og finna næsta góða rétt.
Rétturinn hugsanlega ;) aðeins of lengi inni í ofninum hehe
 

Þessum fannst fiskurinn MJÖG góður
 

 
 
Víkingurinn var hinsvegar ekki hrifinn hehe
 
 
 
 

 
 
 

1 comment: